Hallveig 90 ára
Hvl. stórsír, br. Stefán B. Veturliðason, flutti ávarp og þakkaði stúkunni gott starf á liðnum árum og árnaði henni heilla. Bbr. Valur Páll Þórðaarson og Ólafur Viggó Sigurbergsson voru heiðraðir og sæmdi hvl. stórír þá Heiðursmerki Oddfellowreglunnar fyrir mikið og heillaríkt starf í þágu Reglunnar. Í tilefni afmælisins bárust Hallveigu margar góðar gjafir frá hinum ýmsu Regludeildum.
Að loknum hátíðarfundi var móttaka á 2. hæð Oddfellowhússins, en þar söng kór Hallveigar, Veigarkórinn, og tíu ára stúlka, barnabarn br. Birkis Þórs Gunnarssonar, söng tvö lög með kórnum og vakti athygli veislugesta fyrir fagra söngrödd. Að því loknu var hátíðarkvöldverður, þar sem boðið var upp á skemmtiatriði, og síðan stiginn dans fram á nótt.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á afmælishátíð Hallveigar.
Sjá fleiri myndir frá fagnaðinum á innri síðu