Gróðurdagurinn 2019 á Urriðavelli
24.05.2019
Fréttir
Styrktar- og líknarsjóður stóð að venju fyrir árlegum gróðurdegi, miðvikudaginn 22. maí. Hópur Oddfellowa var saman kominn á Urriðavelli og gróðursetti 300 tré sem fróðir menn hafa reiknað til 50 tonna í kolefnisjöfnun... !! Gróðursetningin fór fram í blíðskaparveðri að venju og voru að sjálfsögðu grillaðar pylsur í verklok..