Gjöf Oddfellowstúknanna á Akureyri til Velferðarsjóðs Eyjafjarðasvæðis

Myndin er frá afhendingu gjafarinnar. Frá vinstri Jóhann Ingason, Hanna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður …
Myndin er frá afhendingu gjafarinnar. Frá vinstri Jóhann Ingason, Hanna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Karl Ingimarsson, Hugrún Magnúsdóttir, Pía Maud Petersen, Herdís Helgadóttir, Gestur Ragnar Davíðsson, Finnur Víkingsson og Sveinn V. Aðalgeirsson.

Oddfellowstúkurnar á Akureyri afhentu nýverið Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis peningagjöf að upphæð 4,6 miljónir króna, styrkurinn er ætlaður þeim sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin. Þörfin fyrir aðstoð hefur aukist undanfarin ár og þá sérstaklega í jólamánuðinum.

Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðisins er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis, Rauðakrossins við Eyjafjörð og Hjálpræðishersins á Akureyri.

Styrkurinn var afhentur í regluheimili Oddfellowa að Sjafnarstíg 3 Akureyri, Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðsins veitti gjöfinni viðtöku og mun hún örugglega koma til með að nýtast vel.