Frétt númer þrjú
09.03.2010
Fréttir
Námskeið fyrir siðameistara og yfirmeistara stúkna var haldið helgina 5.-6. mars s.l. og þótti það hafa tekist vel.
Námskeiðið var í umsjón stórmarskálkanna, str. Elsu Ínu Skúladóttur og br. Sveins Fjeldsted og höfðu þau sér til aðstoðar, str. f.m. Guðrúnu Skúladóttur, br. stórkapellán, Steindór Hálfdánarson og br. stórvörð, Þorgeir Björnsson.
Námskeiðið hófst á föstudagskvöldi, 5. mars, og voru systur með fund í Regluheimilinu í Keflavík en bræður í Hafnarfiðri en á laugardeginum, 6. mars, var námskeiðið haldið í Regluheimilinu við Vonarstræti 10 í Reykjavík.