Formleg opnun í Hlaðgerðarkoti
Miðvikudaginn 25. september 2019 fór fram við hátíðlega athöfn í Hlaðgerðarkoti, formleg verklok þeirra framkvæmda sem staðið hafa þar yfir frá því i október 2016. En þá var tekin, fyrstu skóflustungu að bygging þess húss sem nú hýsir mötuneyti, fjölnotasal og eldhús og tekið var í notkun í desember 2018.
Fjöldi velunnara Hlaðgerðarkots votu viðstaddir athöfnina, þar á meðal fulltrúar Stórstúkustjórnar, framkvæmdastjórn Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og þeirra stúkna sem lagt hafa verkinu til fjármuni. Stuðningur Oddfellowreglunnar skipti sköpun við framkvæmdina, án hans væri verkið enn á fyrsta áfangastigi.
Fjárstuðningur Oddfellowreglunnar árin 2017 og 2019 nemur 72,2 mkr. þess utan hefur verkið notið velvilja fjölda bræðra á margan hátt, sem ekki verður talin hér, eða metið til fjár. Framkvæmdin er áfangi í endurbyggingu og nútímavæðingu þeirrar mikilvægu starfsemi sem fram fer í Hlaðgerðarkoti og er þrátt fyrir verklok nú langt frá því lokið sé.
En eldsti hluti húsakostsins, byggður árið 1955, stendst á engan hátt nútímakröfur. Framkvæmdinni nú má skipta í þrjá áfanga. Sá fyrsti bygging er um 270 m² að grunnfleti. Þessum áfanga tengist innrétting á nýju eldhúsi, vörumóttöku og matargeymslum, á 1. hæð í eldri byggingu allt frá grunni. Þessi hluti er um 93 m², samtal 363 m².
Annar áfangi verksins er endurinnrétting 2. hæðar, en þar var áður, eldhús, mötuneyti, samkomusalur, íbúð og herbergi vistmanna. Á hæðinni eru innréttuð 16 herbergi vistmanna, sem öll eru með baði. Ellefu þessa herbergja voru fullbúin fyrir athöfnina, en fimm eru vel á veg komin. Þar geta dvalist allt að 30-34 vistmenn og er þá tvímennt í herbergjum. Þessi áfangi er um 352 m². Í heild tekur verkið til 715 m² . Er þá ótalin geymsla í gámi, sem að hluta fer í jörð og er um 28 m².
Þriðji áfangi verksins er lóðarfrágangur. en heimreið og bílastæði hafa verið undirbyggð, afvötnuð og malbikuð, allt að 800 m², stéttar lagðar og er snjóbræðsla undir megingönguleiðum. Sólpallur um 40 m² smíðaður við suðurhlið eldri bygginga og stoðveggur gerður með klapparstáli, sannkallaður grátmúr, þar til gerður hafði verið.
Þær framkvæmdir sem hér hafa verið taldar upp gjörbreyta allri aðstöðu og rekstrarumhverfi í Hlaðgerðarkoti og gerir Samhjálp mögulegt að taka við fleiri skjólstæðingum. En áður gátu vistmenn verið mest 30 en eftir breytingu 40-44.