Oddfellowreglan styrkir Hlaðgerðarkot
Oddfellowreglan afhenti Hlaðgerðarkoti sem rekið er af Samhjálp 20 mr. styrk til að klára áfanga II en áður styrkti sjóðurinn fé til að klára nýbygginguna þar sem þau hafa nú fallegan matsal og eldhús.
Áfangi II er að útbúa 6 herbergi þar sem eldhúsið og matssalurinn var áður á II hæð. Áfangi III væri að klára alla efri hæðina og á haustfundii StLO óskaði sjóðurinn eftir þátttöku Regludeilda til verkefnisins en ánægjulegt væri ef Oddfellowrelgan gæti klárað þessar framkvæmdir sem stjórnað er af bróður Magnúsi Sædal Svavarssyni.
Í máli Varðar Leví við afhendinguna, koma fram að árið 2017 komu um 190 vistmenn og eru um 75% af þeim á aldrinum 20-40 ára. Þá þurfti að visa frá yfir 500 umsóknum á sama ári þannig að vandinn í þjóðfélaginu í þessum efnum er mikill. Þessar breytingar í Hlaðgerðarkoti gjörbreyta allri aðstöðu hjá þeim og eru okkur Oddfellowum innilega þakklát.