Blindrafélaginu afhentur styrkur
04.01.2022
Fréttir
Miðvikudaginn 29. desember afhenti Oddfellowreglan afrakstur jólakortasölu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar.
Guðmundr Eiríksson stórsír afhenti Kristni Halldóri Einarssyni framkvæmdastjóra Blindrafélagsins afraksturinn sem er 2,4 mkr. og rennur til Leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins.
Við afhendinguna voru einnig viðstaddir blindrahundurinn Vísir og Friðrik Steinn Friðriksson fjáröflunarfulltrúi Blindrafélgsins ásamt fulltrúum frá Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa.
Sala jólakorta og jólamerkispjalda gekk vel en samtals voru seld um 20.000 jólakort og um 23.000 jólamerkimiðar