Ársfundur Grand Lodge of Europe

Frá  þingsal
Frá þingsal

Stórstúka Evrópu var stofnuð 24. ágúst 2006 og er samtök  allra Storstúkna í Evrópu þ.e.  Stórstúku Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Þýskalands, Póllands, Swiss og Belgíu/Hollands eða alls 9 Stórstúkur.

GLE heldur ársfundi á tveggja ára fresti og nú var komið að íslensku  Stórstúkunni að halda  fundinn.
Á föstudeginum var  setning í Sólarsal  en þar fór einnig  fram veiting Vísdómsstigsins sem öllum kjörnum  eða skipuðum  embættismönnum Stórstúkna Evrópu stendur til boða að taka.  Vísdómsstigið er æðsta stig innan Stórstúku Evrópu.

Að morgni laugardags hófst þingið kl. 9:00 þar sem  málefni Stórstúkunnar voru rædd og ný stjórn var kjörin.  Að þingstörfum loknum var  snæddur hádegisverður  og þá var farið í skoðunarferð um Reykjavík og deginum lauk með hátíðarkvöldverði í Hörpu  á laugardagskvöldinu.  Það var mál manna að allt skipulag og umgjörð fundarins,  hafi verið íslensku Stórstúkunni til sóma

Í fjögurra manna stjórn Stórstúkunnar voru kjörin Tapio Katajamäki frá Finnlandi, André Kuy frá Swiss, Clarence Willberg frá  Svíþjóð og Tove Alborg frá Noregi. 

Í nóvember verður haldið aukaþing í Danmörku þar sem fyrir liggur að samþykkja tillögur að innra skipulagi GLE sem lagðar voru  fram á þessu þingi. 

 

Myndir frá  ársfundinum eru komnar í albúm á Innri síðu