Árlegt eftirlit í Regludeildum á suðvesturlandi

Við Oddfellowhúsið á Akranesi:
Við Oddfellowhúsið á Akranesi:

Dagana 21.-24. október 2010 var árlegt eftirlit framkvæmt í Regludeildum á Suðvesturlandi.

Fimmtudaginn 21. október 2010 hélt Stórstúkustjórn ásamt aðstoðarmönnum á Selfoss þar sem framkvæmt var árlegt eftirlit, enRegluheimilið á Selfossi, sem ber nafnið Stjörnusteinar, eru heimkynni tveggja Regludeilda. Föstudaginn 22. október var síðan haldið á Akranes í eftirlit í þeim þremur Regludeildum sem þar hafa aðsetur.

Eftirlit á Selfossi: Þórunn Drífa Oddsdóttir,
Guðrún Skúladóttir, Árný J. Guðjohnsen
og Sigríður Guttormsdóttir

Laugardaginn 23. október var komið að eftirliti í Regluheimilinu í Vonarstræti í Reykjavík en þar eru heimkynni sautján Regludeilda og tók eftirlitið því stóran hluta dagsins.


á Suðvesturlandi var síðan sunnudagurinn 24. október. Var þá framkvæmt eftirlit fyrir hádegi í þeim níu Regludeildum sem eiga heimkynni í Oddfellowhúsinu í Hafnarfirði en eftir hádegi hjá þremur Regludeildum í Keflavík.




Aðstoðarmenn Stórstúkustjórnar við eftirlitið að þessu sinni voru systurnar Elsa Ína Skúladóttir, Guðrún Skúladóttir, Auður Pétursdóttir, Unnur H. Arnardóttir og Svanhildur Geirarðsdóttir og bræðurnir Sveinn Fjeldsted, Steindór Hálfdánarson og Davíð Einarsson.


Að vanda gekk eftirlitið vel og var Reglusystkinum til sóma hversu vel er hugsað um bækur og búnað deildanna.



Eftirlit í Regludeildum á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og í Vestmannaeyjum verður framkvæmt af fulltrúum Stórstúkustjórnar á hverjum stað.

  

Eftirlit á Selfossi:Ólafur Viggó Sigurbergsson,
Svanhildur M. Bergsdóttir, Júlíus Rafnsson,
Margrét Lillendahl og Davíð Einarsson

Eftirlit í Vonarstræti: Bræður í St. nr. 12, Skúla fógeta ásamtstórembættismönnum