Afhending Líknarsjóðs Þorfinnsbræðra á tveimur hvíldarherbergjum til Reykjalundar
31.01.2023
Fréttir
Ólöf Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Jónína Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri lungnadeildar, Pétur Magnússon, forstjóri, Gísli Sigmundsson, br. í stúkunni, Áróra Eir Traustadóttir, dóttir Hildar og Ari Sigurfinnsson, yfirmeistari
S.l. fimmtudag var formleg afhending líknarsjóðs Þorfinnsbræðra á tveimur glæsilegum hvíldarherbergjum til Lungnadeildar Reykjalundar.
Verkefnið var að innrétta tvö herbergi sem hvíldarherbergi fyrir lungnadeildina
Þetta var eitt af þremur verkefnum sem valið var á 60 ára afmæli stúkunnar og var stutt veglega af br. Gísla Sigmundssyni sem einnig hafði veg og vanda af verkefninu ásamt bræðrum í stúkunni sem gáfu vinnu sína .
Ahendingardagurinn var afmælisdagur Hildar eiginkonu Gísla sem að lést í september á síðasta ári. Hildur var starfsmaður Reykjalundar og voru málefni lungnadeildarinnar henni hugleikin.
Hér að neðan eru myndir frá herbergjunum tveimur.