80 ára afmæli regluheimilisins að Vonarstræti 10 í Reykjavík..
Var afmælisnefnd skipuð á vormánuðum 2012. Þegar farið var í að safna saman gögnum kom ýmislegt fróðlegt í
ljós. Nokkrir fundir höfðu verið haldnir í „Tukthúsinu“ við Skólavörðustíg á bæjarþingstofu
Reykjavíkur. Fundir voru þar fáir og óformlegir. Hinsvegar var sagan af „Döckertjaldinu“ hvergi til. Tjaldið var reist í maí þar
sem Fríkirkjan stendur nú við Fríkirkjuveg og hét áður Skálholtsvegur (sem voru troðningar frekar en vegur).
Fyrsti fundur fór þar fram 17. júlí 1898 að viðstöddum 6 bræðrum auk dönsku gestana sem voru 5.
I.O.O.F í Danmörku færðu Oddfellowunum á Íslandi tjaldið að gjöf er þeir komu til að vígja Laugarnesspítala 1898.
Höfðinglega var tekið á móti þessum virðulegum gestum, m.a. var þeim boðið í útreiðatúr austur fyrir fjall sem við
þekkjum sem „Gullni hringurinn“.
Í ljós kom að þetta „Döckertjald “átti sér sögu. Um var að ræða „patent“ frá því í
Prússastríðinu og svo virðist sem Dönum hafi áskotnast nokkur svona tjöld. Í raun og veru voru þetta sjúkraskýli og einnig
aðstaða fyrir herforingja í stríðinu. (Sjá meðf. mynd)