50 ára afmæli Samhjálpar
Í gær hélt Samhjálp upp á 50 ára afmæli sitt í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti.
Samtökin buðu m.a. stórsír Oddfellowreglunnar, Guðmundi Eiríkssyni og formanni Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa, Steindóri Gunnlaugssyni til samkomunar.
Það kom fram í hátíðarræðu Eddu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Samhjálpar, innilegt þakklæti til Oddfellowreglunnar fyrir þeirra mikla og góða stuðning við uppbygginguna og endurbætur í Hlaðgerðarkoti og sömuleiðis í þakkarræðu Varðar Leví Traustasonar fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna, en hann minntist okkar kæra bróður Magnúsar Sædal Svavarssonar með miklu þakklæti og söknuði.
Verkefnið um endurbætur í Hlaðgerðarkoti heldur áfram og er nú unnið að endurbótum á einni af elstu byggingunni en br. Magnús Sædal hóf undirbúning þessa verkefnis.
Meðal ræðumanna var br. Ásmundur Friðriksson sem minntis eins stofnanda samtakanna, frænda síns Einars J. Gíslasonar sem hefði átt 100 ára afmæli í gær, en Samhjálp var stofnuð á 50 ára afmælisdegi hans 1973.
sg.