Oddfellowhúsið í Reykjavík

Oddfellowhúsið Akureyri

Oddfellowhúsið Sauðárkróki

Mynd tekin um 1931

Fréttir

 

 

Uppbygging í Hlaðgerðarkoti

Oddfellowar hafa styrkt uppbyggingu og starfsemi Samhjálpar í meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti í Mosfellsbæ með beinum fjárframlögum og á annan hátt undanfarin ár. Þannig mætti stjórn Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar í Hlaðgerðarkot í janúar 2019 með gjafabréf að andvirði 20 milljónir króna vegna uppbyggingar á staðnum.

Meira um verkefnið

Fjölbýlishús Kvennaathvarfsins

„Við höfum fengið byggingarleyfi og erum í samningaviðræðum við verktaka um framkvæmdina. Þetta er stærsta einstaka verkefnið sem Samtök um kvennaathvarf hafa tekið sér fyrir hendur frá upphafi og verður auðvitað til þess að við söfnum miklum skuldum sem verður að standa við að greiða.

Meira um verkefnið

Hamingjulyfta við Háaleitisbraut

 „Gjöf Oddfellowa er jafngildir himnasendingu. Við erum í hamingjukasti yfir því að fá nýja og fína lyftu í húsið sem skiptir svo miklu máli fyrir skjólstæðinga, gesti, starfsfólk og starfsemina yfirleitt!“

Meira um verkefnið

Uppbygging líknardeildar Landspítalans í Kópavogi

Gylfi Gunnarsson, stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, nýuppgerða líknardeild í Kópavogi.

 

Meira um verkefnið

Viðbygging og endurgerð á eldra húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43

Á aðalfundi Styrktar- og líknarsjóðs 10. apríl 2015 var tekin endanleg ákvörðun um að ráðast í þessi verkefni undir nafninu „Oddfellowreglan tekur höndum saman 2015.“ Þá var einnig tilkynnt að framkvæmdaráð sjóðsins hefði skipað þriggja manna verkefnastjórn til að stýra framkvæmdum við viðbyggingu Ljóssins við Langholtsveg. Í hana voru skipaðir Magnús Sædal Svavarsson, Auðunn Kjartansson og Pétur Haraldsson. Jafnframt var ákveðið að byggingarstjórn og faglegt eftirlit yrði í höndum Magnúsar og hönnuða byggingarinnar eftir nánara skipulagi.

 

Meira um verkefnið

Íslensku þjóðinni færð stórgjöf

Á árinu 1969 átti Oddfellowreglan 150 ára afmæli. Þeirra tímamóta minntust Oddfellowar um allan heim með ýmsum hætti en í fæstum löndum var haldið upp á afmælið með miklum veisluhöldum heldur var eitthvert samfélagslegt verkefni styrkt myndarlega. Á Íslandi var það hlutverk Stórstúkunnar að ákveða hvernig haldið yrði upp á afmælið og var ákveðið að nota tilefnið til þess að færa íslensku þjóðinni stórgjöf. Eins og oft áður varð verkefni á sviði heilbrigðismála til umræðu og lögð mikil vinna í að finna út hvað kæmi sér best á því sviði. Hófst undirbúningur þegar á árinu 1967 og áttu forystumenn Reglunnar þá m.a. viðræður við yfirstjórn Landspítalans og heilbrigðisyfirvöld.

 

Meira um verkefnið

Sumardvalarheimili fátækra barna

Ár fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914-1918 voru Íslendingum erfið. Harðæri var til lands og sjávar og keyrði um þverbak veturinn 1918 sem var sá kaldasti í manna minnum og hefur æ síðan gengið undir nafninu „frostaveturinn mikli“.Til að bæta gráu ofan á svart þess árs gekk þá illvíg inflúensupest, „spænska veikin“, sem líkja mátti við drepsóttir liðinna tíma og lagði jafnvel heilu fjölskyldurnar í gröfina.

 

Meira um verkefnið

Vífilstaðir voru Hús vonarinnar

Þegar komið er til Vífilsstaða blasir við minnisvarði á hlaðinu, skáhallt út af inngangi aðalbyggingarinnar. Þrír myndarlegir stuðlabergsdrangar sem standa á traustum grunni og tengdir eru saman með sterklegri keðju. Á grunnpallinum við drangana er lítil plata með eftirfarandi áletrun:

„1906 Heilsuhælisfélagið. BERIÐ HVER ANNARS BYRÐAR. Heilsuhælisfélagið var stofnað 19. nóvember 1905 að forgöngu Guðmundar Björnssonar landlæknis og félögum hans í Oddfellowstúkunni Ingólfi. Mikil og almenn samstaða var meðal þjóðarinnar um þetta verkefni. Fjórum árum síðar þann  5. september 1910 var Vífilsstaðahælið vígt. Vífilsstaðahælið 1910.“

 

Meira um verkefnið

Baráttan við holdsveikina - Holdveikispítali í Laugarnesi - Gjöf danskra Oddfellowa

Af öllum þeim sóttum sem hrjáð hafa mannkynið frá örófi alda hefur holdsveikin löngum þótt skelfilegust, enda valin nöfn sem gefa til kynna hvað beið þeirra er hana tóku. Birtingarmynd sjúkdómsins var tvennskonar: Annars vegar rotnaði hold sjúklinga eins og á líkum og voru þeir kallaðir líkþráir og hins vegar féllu útlimir fólks eða hluti þeirra af í lifanda lífi og var veikin þá kölluð limafallssýki. Holdsveikir voru hinir óhreinu og þeir voru víðast útskúfaðir úr samfélagi manna. Þeim var gert að skyldu að koma sér fyrir á afviknum stöðum og voru algjörlega háðir því sem aðrir réttu að þeim meðan þeir biðu dauða síns. Ekkert gat orðið þeim til lækninga nema kraftaverk á borð við það sem Jesú gerði á hinum líkþráa og lýst er í Biblíunni. Víða voru holdsveikisjúklingar kallaðir spillingar og þeim var gert að klæðast sérstökum kuflum og bera með sér bjöllu eða hrossabrest og láta þannig vita ef þeir nálguðst ósýkta.

 

Meira um verkefnið

Oddfellowreglan

Í Oddfellowreglunni  á Íslandi eru:
4.009  félagsmenn
47 stúkur
11 búðir
2 Canton
(tölur 24.03.20)

Meira um Regluna

Regluheimilin

Oddfellowreglan á og rekur 10 Regluheimili víðs vegar um landið. Fyrir nánari upplýsingar um heimilin, salaleigu og annað, er bent á umsjónarmenn á hverjum stað. 

Húsnæði og umsjónarmenn

Minningarkortin

minningarkort

Tekjur af sölu minningarkorta renna óskiptar í Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa.

Kaupa minningarkort